NÁTTÚRULEGA

EINFALT

Sérvalin innihaldsefni og sérþróaðar formúlur

Eftir 20 ár af endalausum rannsóknum og skápum fullum af vítamínglösum, ákváðum við að finna betri og einfaldari lausn.

Það er ekki auðvelt að finna fjölvítamín sem inniheldur allt sem þú þarft og samanstendur af innihaldsefnum sem líkaminn á auðvelt með að taka upp. Margar vörur innihalda lággæða fylli- og innihaldsefni. Til dæmis innihalda flest magnesíum fæðubótarefni sem seld eru á Íslandi, magnesíumoxíð. Vandinn er sá að líkaminn getur aðeins tekið upp örlítið magn af magnesíum úr því. Með öðrum orðum getur þú tekið inn mikið af fæðubótarefnum með magnesíumoxíð án þess að þau hafi nein sérstök áhrif.

Færri aukaverkanir og aukin virkni

Ástæðan fyrir því að margir framleiðendur fæðubótarefna velja að nota lélegri hráefni er vegna þess að þau eru ódýr. En þegar þú þarft að auka við inntöku þína til þess að fá ráðlagðan skammt ættir þú að spyrja þig hvort þetta borgi sig fyrir þig sem viðskiptavin. Þar að auki hafa ódýrari hráefni oft ýmsar aukaverkanir sem geta valdið óþægindum í maga. Það sama gildir líka um mörg önnur hráefni. Þegar við höfðum samband við framleiðendur var það álit þeirra flestra að ekki væri hagkvæmt að fjarlægja þessi ódýru innihaldsefni. Til þess að geta boðið upp á bestu gæðin þurftum við að búa til okkar eigin formúlur í samvinnu við alþjóðlega sérfræðinga og einn heimsins besta frameiðanda í bransanum.

Trygging fyrir bættum næringarforða

Við erum vön að heyra að heilbrigt og fjölbreytt mataræði uppfylli næringarefnaþörf líkamans – sem er alveg satt, ef þú hefur tíma til að ganga úr skugga um að máltíðir þínar innihaldi öll næringarefnin sem þú þarft á að halda.

HealthPack er einfaldlega auðveld leið til að tryggja sjálfan sig. Þú getur verið viss um að þú sért að uppfylla vítamín, steinefna og omega-3 þarfir líkama þíns á hverjum degi — jafnvel þegar þú hefur ekki tíma eða færi á að skipuleggja mataræðið og svo er auðvitað frábært að borða hollt þegar þér gefst færi á því.

Rannsóknir eru að sýna það aftur og aftur hversu mikilvæg vítamín og steinefni eru fyrir líkamann til að geta starfað sem best og það er ekki að ástæðulausu sem ráðlagðir skammtar eru stöðugt að hækka. HealthPack tryggir að þú fáir öll þau vítamín, steinefni og omega-3 sem þú þarft á að halda á sem einfaldastan hátt.

Það er mikilvægt fyrir okkur að tryggja að bæði hráefni okkar og framleiðsla séu vönduð og sjálfbær. Fjölvítamíntöflurnar og magnesíumhylkin eru eingöngu framleidd fyrir okkur með sérvöldum innihaldsefnum hjá Goerlich Pharma GmbH.

Omega-3 hylkin eru með „Friend of the Sea-vottun“ sem þýðir að lýsið kemur aðeins frá sjálbærum fiskveiðum.

Deildu þessari síðu

Deildu þessari síðu