Bestu innihaldsefnin
Okkar markmið er að bjóða upp á besta fjölvítamínið og omega-3 á markaðnum.
Í HealthPack færðu aðeins bestu hráefnin, svo sem magnesíum glýsínat: Rannsóknir sýna að líkaminn á auðveldara með upptöku magnesíum glýsínat og fer betur í maga miðað við önnur algeng magnesíum-fæðubótarefni.
Það eru til margar mismunandi tegundir af innihaldsefnum fyrir vítamín og steinefni og líkaminn á erfiðara með upptöku sumra hráefna heldur en annara. Með öðrum orðum , ef þú notar ódýrt – óvandað vítamín á líkami þinn erfitt með að taka upp næringarefnin og því munt þú ekki njóta mikils ávinnings.
Þess vegna höfum við þróað sérstakar formúlur fyrir HealthPack. Við notum steinefnasamsetningar sem auðveldara er fyrir líkamann að taka upp og náttúruleg vítamín þar sem þau koma að góðu gagni. Þannig tryggjum við að þú fáir sem mest áhrif frá hverju virku innihaldsefni.
Hver pakki af HealthPack dagsskammti inniheldur öll 13 vítamínin, níu steinefni og omega-3 fitusýrur sem líkami þinn þarfnast til að virka sem best.
Við berum okkur reglulega saman við keppinauta okkar og höfum enn ekki fundið neinn sem hefur betri hráefni en við. Sjáðu samanburð okkar hér.
VÍTAMÍN
A-vítamín
Er mikilvægt fyrir húð, sjón, slímhúð, ónæmiskerfi og stuðlar að eðlilegri upptöku járns.
B1-vítamín – Tíamín
Stuðlar að eðlilegri geðheilsu og orkuskiptum líkamans. Er mikilvægt fyrir hjartað og taugakerfið og er líkamanum nauðsynlegt til að geta nýtt kolvetni.
B2-vítamín – Ríbóflavín
Hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi og dregur úr þreytu og kraftleysi. Er einnig mikilvægt fyrir húð, sjón og taugakerfi; stuðlar að eðlilegri upptöku járns og viðheldur eðlilegri myndun rauðra blóðkorna.
B3-vítamín – Níasín
Er mikilvægt fyrir húð, sjón og taugakerfi; stuðlar að eðlilegri geðheilsu og dregur úr þreytu og kraftleysi.
B5-vítamín – Pantóþensýra
Stuðlar að eðlilegri myndun og niðurbrots sterahormóna, D-vítamíns og sumra taugaboðefna, Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu.
B6-vítamín
Hjálpar til við að halda jafnvægi á hormónastarfsemi og eðilegum efnaskiptum próteina og glúkógens. Mikilvægt fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu og myndun rauðra blóðkorna.
B7-vítamín – Bíótín
Stuðlar að eðlilegu niðurbroti á helstu næringarefnum og eðlilegri geðheilsu. Mikilvægt fyrir húð, sjón og hár.
B9-vítamín – Fólat
Stuðlar að eðlilegri myndun amínósýrna, eðlilegri blóðmyndun og gegnir einnig hlutverki í frumuskiptingarferlinu. Mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu.
B12-vítamín
Mikilvægt fyrir ónæmis- og taugakerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu. Stuðlar að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu.
C-vítamín
Dregur úr þreytu og kraftleysi, stuðlar að eðlilegri geðheilsu og verndar frumur gegn oxunarálagi. Mikilvægt fyrir ónæmis- og taugakerfið, æðar, tennur, góma, brjósk, bein og húð; orkuskipti líkamans og eykur upptöku járns. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins bæði á meðan miklu líkamlegu álagi stendur sem og eftir á.
D3-vítamín
Stuðlar að eðlilegu niðurbroti/nýtingu á kalsíum og fosfór sem og eðlilegu kalsíumgildi í blóði. Mikilvægt fyrir ónæmiskerfið, tennur, vöðva og bein og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu.
E-vítamín
Hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi.
K1-vítamín
Hjálpar til við að viðhalda eðlilegum efnaskiptum í beinum og blóðflæði.
OMEGA 3
EPA og DHA fitusýrur (Core Concentrates frá Epax AS)
Hjálpar til við að viðhalda eðlilegu magni þríglýseríða í blóði og eðlilegum blóðþrýstingi. Mikilvægt fyrir sjón, heila og hjarta.
Hreinasta og mildasta omega-3 olían í hæsta gæðaflokki er nauðsynleg fyrir hámarksáhrif og á sama tíma sleppurðu við að anda frá þér slæmri „fiskilykt“ yfir daginn.
STEINEFNI
Magnesíum
Stuðlar að eðlilegum orkuskiptum jafnvægi á jónaefni í líkamanum. Dregur úr þreytu og kraftleysi. Mikilvægt fyrir taugakerfið, tennur, vöðva og bein og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu.
Kalsíum
Stuðlar að eðlilegum orkuskiptum og blóðflæði í líkamanum. Mikilvægt fyrir tennur, vöðva og bein og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu og ferlum fyrir sérhæfðar frumur. Stuðlar einnig að eðlilegum taugaboðum.
Sink
Stuðlar að eðlilegu niðurbroti á sýrum/alkalí sem og niðurbroti kolvetna, hugarstarfsemi, DNA-myndun, frjósemi, próteinmyndun og eðlilegu testósterónmagni í blóði. Hjálpar einnig til við að vernda frumur gegn oxunarálagi og stuðlar að eðlilegu niðurbroti helstu næringarefna, fitusýra og A-vítamíns. Mikilvægt fyrir ónæmiskerfið, frumuskiptingarferli, bein, sjón, hár, húð og neglur.
Joð
Stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna og hjálpar til við að viðhalda eðlilegri skjaldkirtilsstarfsemi sem og eðlilegri hugarstarfsemi. Mikilvægt fyrir húð, taugakerfi og orkuskipti líkamans.
Mólýbden
Stuðlar að eðlilegu umbroti brennisteins í amínósýrum.
Kopar
Stuðlar að eðlilegu litarefni í hári, húð ásamt nýtingu járns í líkamanum og orkuskiptum. Mikilvægt fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegum bandvef og verndar frumur gegn oxunarálagi.
Króm
Hjálpar til við að viðhalda eðlilegu blóðsykursgildi og nýtingu helstu næringarefna.
Selen
Stuðlar að eðlilegri skjaldkirtilsstarfsemi og eðlilegri sáðfrumumyndun. Mikilvægt fyrir hár, neglur og ónæmiskerfi; hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi.
Mangan
Hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi, stuðlar að eðlilegri myndun bandvefja og orkuskipta í líkamanum. Einnig mikilvægt fyrir bein.