Bestu innihaldsefnin
Það eru til margar mismunandi tegundir af innihaldsefnum fyrir vítamín og steinefni og líkaminn á erfiðara með upptöku sumra hráefna heldur en annara. Með öðrum orðum , ef þú notar ódýrt – óvandað vítamín á líkami þinn erfitt með að taka upp næringarefnin og því munt þú ekki njóta mikils ávinnings.
Markmið okkar hefur frá upphafi verið að búa til framúrskarandi vöru úr hágæða hráefnum með sérvöldum innihaldsefnum sem er vísindalega sannað að frásogast vel í líkamanum.
Innihaldsefnum eins og:
- Magnesíum-glýsínat
- Mangan-bisglýsínat
- Kopar-bisglýsínat
- Kalsíum-sítratmalat
- Króm-pikólínat
- Fólat B9 (5MTHF)
- D-alfa tókóferýlasetat (nátturulegt E vítamín)
- Fýtómenadíon (K1-vítamín)
- Ómega 3 með háu EPA og DHA gildi og Friend of the Sea vottað
Þessi innihaldsefni ásamt 18 öðrum mikilvægum næringarefnum eru í hverjum dagskammti af HealthPack. Rannsóknir hafa sýnt að ofangreind efni frásogast betur en önnur næringarefni. Til að mynda frásogast mangesíum-glýsinat 20 falt betur en magnesíum-oxíð svo dæmi sé tekið.
Það sem einnig gerir HealthPack að framúrskarandi vöru sem á sér ekki hliðstæðu á markaðnum er fjöldi innihaldsefna og magn hvers næringarefnis.
Hver dagsskammtur af HealthPack (DayPack eða 2x MiniPack) inniheldur:
400 mg Kalsíum-sítratmalat
400 mg C vítamín
200 mg Magnesíum-glýsínat
30 mg E vítamín nátturulegt
30 mg Níasín (B3)
15 mg Pantóþensýra (B5)
15 mg Sink
3,8 mg B6 vítamín
2,4 mg Þíamín (B1)
2 mg Mangan-bisglýsínat
1,1 mg Ríbóflavín (B2)
1000 µg Kopar-bisglýsínat
600 µg A vítamín
Þar af 3 mg Betakarótín
200 µg Fólat B9 (5MTHF)
150 µg Bíótín (B7)
150 µg Joð
120 µg Króm-pikólínat
90 µg Mólýbden
75 µg K1 vítamín
70 µg Selen
10 µg D3 vítamín
9,2 µg B12 vítamín
886 mg Ómega-3
Þar af:
400 mg EPA fitusýrur
200 mg DHA fitusýrur
Í HealthPack er hlutfall kalsíum og magnesíum 2:1 sem er mest ákjósanlegt.
Einfaldleiki og réttar og aðgengilegar upplýsingar er okkur mikilvægt og dagspakkanir hafa klárlega sannað gildi sitt á þeim næstum 6 árum sem HealthPack hefur verið á markaðnum. Einfaldleikinn endurspeglast einnig í því að við erum bara með tvær vörur sem henta lang flestum.
Að vera með margar mismunandi tegundir sem eiga að henta sérstaklega fyrir hár og neglur, meiri orku, fyrir flensu, bætt ónæmiskerfi, bara fyrir konur, bara fyrir karla og svo frem eftir götunum er ekki okkar aðferð. Þar sem HealthPack inniheldur 26 næringarefni í ákjósanlegu magni fellur allt hér að ofan inn í það.
Helstu eiginleikar HealthPack:
- Styrkir ónæmiskerfið.
- Styrkir húð, hár og neglur.
- Dregur úr þreytu og kraftleysi.
- Viðheldur eðlilegum blóðþrýstingi.
- Viðheldur jafnvægi á hormónastarfsemi.
- Viðheldur eðlilegu testósterónmagni í blóði.
- Viðheldur eðlilegu blóðsykursgildi.
- Stuðlar að eðlilegri upptöku járns.
- Stuðlar að eðlilegri geðheilsu.
- Gott fyrir sjónina.
- Styrkir taugakerfið.
- Gott fyrir vöðva og bein.
- Gott fyrir heila og hjartað.
- Viðheldur eðlilegu blóðflæði.
- Stuðlar að eðlilegu niðurbroti kolvetna.
- Stuðlar að eðlilegu litarefni í hári og húð.
- Stuðlar að eðlilegri sáðfrumumyndun hjá körlum.
- Stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna.
Til tryggja gæði HealthPack vinnum við eingöngu með birgjum sem uppfylla ströngustu kröfur um matvælaframleiðslu. Hægt er að lesa nánar um gæðatryggingu okkar og vottanir sem við og okkar birgjar hafa með að smella hér.
Hér er hægt að lesa nánar um eiginleika hvers vítamíns, steinefnis og ómega-3 sem eru í HealthPack.
VÍTAMÍN
A-vítamín
Er mikilvægt fyrir húð, sjón, slímhúð, ónæmiskerfi og stuðlar að eðlilegri upptöku járns.
B1-vítamín – Tíamín
Stuðlar að eðlilegri geðheilsu og orkuskiptum líkamans. Er mikilvægt fyrir hjartað og taugakerfið og er líkamanum nauðsynlegt til að geta nýtt kolvetni.
B2-vítamín – Ríbóflavín
Hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi og dregur úr þreytu og kraftleysi. Er einnig mikilvægt fyrir húð, sjón og taugakerfi; stuðlar að eðlilegri upptöku járns og viðheldur eðlilegri myndun rauðra blóðkorna.
B3-vítamín – Níasín
Er mikilvægt fyrir húð, sjón og taugakerfi; stuðlar að eðlilegri geðheilsu og dregur úr þreytu og kraftleysi.
B5-vítamín – Pantóþensýra
Stuðlar að eðlilegri myndun og niðurbrots sterahormóna, D-vítamíns og sumra taugaboðefna, Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu.
B6-vítamín
Hjálpar til við að halda jafnvægi á hormónastarfsemi og eðilegum efnaskiptum próteina og glúkógens. Mikilvægt fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu og myndun rauðra blóðkorna.
B7-vítamín – Bíótín
Stuðlar að eðlilegu niðurbroti á helstu næringarefnum og eðlilegri geðheilsu. Mikilvægt fyrir húð, sjón og hár.
B9-vítamín – Fólat
Stuðlar að eðlilegri myndun amínósýrna, eðlilegri blóðmyndun og gegnir einnig hlutverki í frumuskiptingarferlinu. Mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu.
B12-vítamín
Mikilvægt fyrir ónæmis- og taugakerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar að eðlilegri geðheilsu. Stuðlar að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu.
C-vítamín
Dregur úr þreytu og kraftleysi, stuðlar að eðlilegri geðheilsu og verndar frumur gegn oxunarálagi. Mikilvægt fyrir ónæmis- og taugakerfið, æðar, tennur, góma, brjósk, bein og húð; orkuskipti líkamans og eykur upptöku járns. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins bæði á meðan miklu líkamlegu álagi stendur sem og eftir á.
D3-vítamín
Stuðlar að eðlilegu niðurbroti/nýtingu á kalsíum og fosfór sem og eðlilegu kalsíumgildi í blóði. Mikilvægt fyrir ónæmiskerfið, tennur, vöðva og bein og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu.
E-vítamín
Hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi.
K1-vítamín
Hjálpar til við að viðhalda eðlilegum efnaskiptum í beinum og blóðflæði.
OMEGA 3
EPA og DHA fitusýrur (Core Concentrates frá Epax AS)
Hjálpar til við að viðhalda eðlilegu magni þríglýseríða í blóði og eðlilegum blóðþrýstingi. Mikilvægt fyrir sjón, heila og hjarta.
Hreinasta og mildasta omega-3 olían í hæsta gæðaflokki er nauðsynleg fyrir hámarksáhrif og á sama tíma sleppurðu við að anda frá þér slæmri „fiskilykt“ yfir daginn.
STEINEFNI
Magnesíum
Stuðlar að eðlilegum orkuskiptum jafnvægi á jónaefni í líkamanum. Dregur úr þreytu og kraftleysi. Mikilvægt fyrir taugakerfið, tennur, vöðva og bein og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu.
Kalsíum
Stuðlar að eðlilegum orkuskiptum og blóðflæði í líkamanum. Mikilvægt fyrir tennur, vöðva og bein og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu og ferlum fyrir sérhæfðar frumur. Stuðlar einnig að eðlilegum taugaboðum.
Sink
Stuðlar að eðlilegu niðurbroti á sýrum/alkalí sem og niðurbroti kolvetna, hugarstarfsemi, DNA-myndun, frjósemi, próteinmyndun og eðlilegu testósterónmagni í blóði. Hjálpar einnig til við að vernda frumur gegn oxunarálagi og stuðlar að eðlilegu niðurbroti helstu næringarefna, fitusýra og A-vítamíns. Mikilvægt fyrir ónæmiskerfið, frumuskiptingarferli, bein, sjón, hár, húð og neglur.
Joð
Stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna og hjálpar til við að viðhalda eðlilegri skjaldkirtilsstarfsemi sem og eðlilegri hugarstarfsemi. Mikilvægt fyrir húð, taugakerfi og orkuskipti líkamans.
Mólýbden
Stuðlar að eðlilegu umbroti brennisteins í amínósýrum.
Kopar
Stuðlar að eðlilegu litarefni í hári, húð ásamt nýtingu járns í líkamanum og orkuskiptum. Mikilvægt fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegum bandvef og verndar frumur gegn oxunarálagi.
Króm
Hjálpar til við að viðhalda eðlilegu blóðsykursgildi og nýtingu helstu næringarefna.
Selen
Stuðlar að eðlilegri skjaldkirtilsstarfsemi og eðlilegri sáðfrumumyndun. Mikilvægt fyrir hár, neglur og ónæmiskerfi; hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi.
Mangan
Hjálpar til við að vernda frumur gegn oxunarálagi, stuðlar að eðlilegri myndun bandvefja og orkuskipta í líkamanum. Einnig mikilvægt fyrir bein.