ALMENN ATRIÐI
Þessi skilyrði eiga við um samning um afhendingu vöru til viðskiptavina á Íslandi.
MÁLSAÐILAR
Seljandi:
HealthPack á Íslandi ehf.
Kennitala: 550421-2080
Barmahlíð 21
105 Reykjavík
Sími: 519-8770
Netfang: island@healthpack.eu.

HealthPack á Íslandi ehf. og hér eftir nefndur „HealthPack á Íslandi“, „við“ eða „okkur“.

Kaupandi:
Aðilinn sem skráður er sem kaupandi í pöntuninni og hér eftir nefndur „þú“, „þinn“ eða „viðskiptavinurinn“.

ÁSKRIFT
Þegar þú pantar vítamín í áskrift hjá okkur færð þú einn pakka sem inniheldur 30 skammta.

Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa við hverja afhendingu. Það er enginn binditími og þú getur gert hlé á áskriftinni, breytt tíðni sendinga eða sagt henni upp hvenær sem er með því að hafa samband við þjónustuver okkar.

Áskriftin er mánaðarleg og ef þú lætur okkur ekki vita að þú munir segja upp áskriftinni minnst fjórum dögum fyrir næstu áætluðu afhendingu, skuldbindur þú þig til að taka við vörunni. Áskriftin mun stöðvast frá næstu áætluðu afhendingu.

Hægt er að greiða stakan pakka og fyrsta pakkann í áskrift með greiðslukorti, Netgíró, Pei eða með að fá greiðsluseðil í heimabanka sem hefur gjalddaga fyrsta dag næsta mánaðar. Við endurnýjun áskriftar sem er oftast einu sinni í mánuði er greiðsluseðill sendur í heimabanka. Gjalddagi er fyrsta dag næsta mánaðar.

Þú verður að hafa náð 18 ára aldri til að kaupa vítamín frá okkur.

SENDINGARMÁTI
Pakkinn er sendur einu sinni í mánuði heim til þín í flötum pakka sem bréfpóstur sem passar í bréfalúgu til að spara sendingarkostnað (4-9 dagar), einnig er hægt að fá pakkann heimsendan sem pakka fyrir aukagjald á 1.190.- eða á pósthús, póstbox eða pakkaport fyrir aukagjald á 990 krónur.

Pakkinn passar í bréfalúgur/póstkassa sem eru í réttri stærð samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, nánar tiltekið grein 6.13.1. „Bréfrifur fyrir móttöku bréfapóstsendinga skulu vera minnst 25x 260 mm að stærð“

Sé bréfalúga eða póstkassi ekki í samræmi við þessa reglugerð getur hent að pakkinn hafni á næsta pósthúsi. Allur kostnaður sem hlýst af því er á ábyrgð viðskiptavinarins.

Sé pakki ekki sóttur af viðskiptavini á pósthús, í póstbox eða í pakkaport eða ef um árangurlausa heimsendingu er að ræða og pakkinn er endursendur til okkar, áskiljum við okkur þann rétt að innheimta álagðan sendingarkostnað bæði fyrir sendingu til umrædds viðskiptavinar, endursendingunni og 500 króna umsýslugjaldi.

Með því að senda pakkanna í flötum pakka sem bréf spörum við viðskiptavinum okkar sendingarkostnað allt að 1.820 krónum. Sem dæmi er raunverð frá póstinum að senda pakka 0-2 kg til svæði 3 er 2.150 krónur (frá heimasíðu póstsins 23.09.2023).

Breytingar á vörum og afhendingarmáta geta átt sér stað. Áður en breytingarnar taka gildi verður send tilkynning með góðum fyrirvara. Ekki verður sérstaklega tilkynnt um minniháttar breytingar, svo sem breyttar umbúðir, nema á vefsíðu okkar.

VERÐ
Verð okkar eru gefin upp í íslenskum krónum og eru með virðisaukaskatti. Sendingarkostnaðurinn gildir á Íslandi. Verðin gilda þar til þau breytast.

Kynningartilboð eiga aðeins við um nýja viðskiptavini og aðeins einu sinni fyrir hvern viðskiptavin.

Tilkynning um verðbreytingar verður send virkum áskrifendum með góðum fyrirvara og eigi síðar en 30 dögum áður en verðbreytingin tekur gildi.

30 DAGA OPIN KAUP FYRIR FYRSTA PAKKANN!
Það tók rúm tvö og hálft ár að þróa HealthPack. Markmið okkar var að búa til framúrskarandi vörur úr hágæða hráefnum út frá nýju hugtaki sem við teljum að fólk hafi beðið eftir.

Við teljum okkur hafa náð þessu og erum fullviss um að þú sem viðskiptavinur kunnir að meta vöruna okkar.

Þess vegna bjóðum við upp á 30 daga opin kaup á fyrsta pakkanum. Þetta þýðir að þú getur skilað vörunni innan 30 daga frá afhendingardegi og fengið alla upphæðina endurgreidda (að frátöldum sendingarkostnaði) Jafnvel þótt þú hafir opnað pakkann og notað fæðubótarefnið getur þú skilað því sem er eftir og fengið peningana þína til baka. Ef þú hefur valið áskriftarpakka munum við sjálfkrafa stöðva áskriftina þegar vörunni hefur verið skilað.

Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á island@healthpack.eu og segja okkur af hverju þú vilt skila vörunni. Þú getur skilað vörunni af hvaða ástæðu sem er.

Athugasemdir þínar gagnast okkur við frekari vöruþróun.

14 DAGA UPPSAGNARFRESTUR ER ALLTAF Í BOÐI
Sem viðskiptavinur nýtur þú afturköllunarrétts og hefur skilyrðislausan 14 daga rétt til afturköllunar frá afhendingardegi vörunnar. Afturköllunarréttur þýðir að viðskiptavinurinn hefur rétt á að hætta við kaup á óopnaðri vöru og skila vörunni til birgjans.

Til þess að afturköllunarréttinum verði framfylgt þarf varan að koma aftur til okkar í sama magni og ástandi og hún var þegar þú fékkst hana afhenda. Ef til skila kemur þarf viðskiptavinurinn að greiða sendingarkostnað.

Hafðu samband við þjónustuver okkar fyrir nánari upplýsingar um hvernig á að nota afturköllunarréttinn.

ÞJÓNUSTUVER
Hægt er að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 519-8770, mánudaga til fimmtudaga á milli kl. 10:00 og 18:00 eða með því að senda tölvupóst á island@healthpack.eu. Við munum gera okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings á virkum dögum.
AFHENDING
Við sendum vörur frá vöruhóteli Eimskipa. Vörurnar eru sendar með Íslandspósti.

Ef umbúðirnar eru skemmdar, opnar eða á einhvern hátt óviðunandi, vinsamlegast láttu okkur vita.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Við vinnum úr öllum persónugögnum í samræmi við „personopplysningsloven“ (norsk persónuupplýsingalög). Við geymum og notum slíkar upplýsingar í þeim tilgangi að standa vörð um og sjá um umsjón viðskiptatengsla, þ.m.t. upplýsingar um vörur, þjónustu og annan ávinning sem HealthPack á Íslandi veitir.

Sem viðskiptavinur samþykkir þú að HealthPack á Íslandi geti notað hvers konar tengslaform, þar á meðal bréf, síma, tölvupóst og SMS til að upplýsa þig um um vörur eða markaðssetja vöruframboð okkar. Hafðu samband við þjónustuver okkar ef þú vilt afturkalla þetta samþykki.

VÖRUSKIL
Veittur er fullur kvörtunarréttur í samræmi við gildandi lög varðandi hvers konar galla í vörunni. Kvörtunarrétturinn er takmarkaður við geymsluþol vörunar eins og fram kemur á umbúðunum, að því tilskildu að réttum geymsluaðferðum sé fylgt og að þú upplýsir okkur innan tveggja mánaða frá því að gallinn uppgötvaðist.

Í öllum tilvikum er kaupanda skylt að leggja fram kvörtun sína innan eðlilegs tíma eftir að gallinn er uppgötvaður. Ef um er að ræða kvartanir, villur og annmarka munum við standa undir öllum flutningskostnaði. Hafðu samband við þjónustuver okkar ef þú vilt nota kvörtunarréttinn eða hefur einhverjar spurningar varðandi kvörtun.

OFNÆMI, LYF OG NOTKUN VÖRUNNAR.
Ef þú ert barnshafandi eða tekur inn lyf (sérstaklega blóðþynningarlyf) mælum við með því að þú ráðfærir þig við lækni áður en þú notar þetta fæðubótarefni. Við tökum enga ábyrgð á rangri notkun á vörum okkar. Fylgdu alltaf ráðlögðum skömmtum sem koma fram á umbúðunum.
FYRIRVARI
HealthPack á Íslandi gerir fyrirvara varðandi lokanir, ranga verðlagningu eða vandamál hjá sendiþjónustu vegna aðstæðna sem HealthPack á Íslandi hefur ekki stjórn á. HealthPack á Íslandi gerir einnig fyrirvara varðandi prentvillur, verðvillur, virðisaukaskatt og aðrar skattabreytingar.
BREYTINGAR Á SKILMÁLUM
Þessir skilmálar geta breyst vegna sérstakra krafna og/eða þegar opinberar breytingar/skipanir hafa áhrif á umrædda skilmála. Ef um er að ræða breytingar á skilmálum sem hafa bein áhrif á virka áskrifendur munt þú fá tilkynningu um það eigi síðar en einum mánuðum (30 dögum) áður en breytingarnar taka gildi.

Ef þú vilt segja upp samningnum út frá breyttum skilmálum er þér frjálst að gera það. Ef samningi á milli málsaðila er ekki sagt upp þýðir það að þú samþykkir uppfærða samningsskilmála. Nýir skilmálar verða uppfærðir á vefsíðu okkar ásamt útgáfu gömlu skilmálunum.