Orkuvítamín og steinefni

Margir finna fyrir þreytu og sleni í amstri dagsins, meðal annars vegna lélegs mataræðis, lítillar hreyfingar, streitu – og ekki síst vegna vítamín og steinefnaskorts.

Ef mataræðið samanstendur aðallega af unnum matvælum sem innihalda mikið af mettaðri fitu, sykri, hveiti, hrísgrjónum, salti og þess háttar getur það leitt til lítillar orku og aukinnar þreytu. Einnig getur mikil kaffidrykkja haft áhrif á vítamín og steinefnaforða líkamans og þar með leitt til lítillar orku og aukinnar þreytu.

Vítamín og steinefni eru líkamanum nauðsynleg, ekki aðeins til að lifa af heldur einnig til að viðhalda góðri heilsu. Af öllum 13 vítamínum sem við þurfum til að virka sem best framleiðir líkaminn aðeins D-vítamín og níasín (B3-vítamín) sjálfur – önnur vítamín og steinefni verða að koma í gegnum mataræðið. Fyrir marga er það áskorun að fá ráðlagðan dagskammt vítamína og steinefna úr mat og þá getur verið þörf fyrir að taka vítamín og steinefni sem fæðubótarefni.

Orkuvítamínin eru:

 • Þíamín (B1-vítamín)
 • Ríbóflavín (B2-vítamín)
 • Níasín (B3-vítamín)
 • Pantóþensýra (B5-vítamín)
 • Pýridoxín (B6-vítamín)
 • Bíótín (B7-vítamín)
 • Fólat (B9-vítamín)
 • Kóbalamín (B12-vítamín)
 • C-vítamín

Orkusteinefnin eru:

 • Magnesíum
 • Joð
 • Kopar

Þíamín (B1-vítamín)

Gegnir mikilvægu hlutverki í orkuframleiðslu líkamans. Það örvar blóðrásina og tekur þátt í efnaskiptum kolvetna og er einnig mikilvægt fyrir meltingu próteina og fitu. Þíamíntvífosfat (TDP) er hið virka form þíamíns og er magnesíum nauðsynlegur hjálparþáttur til að umbreyta þíamíni í þíamíntvífosfat í líkamanum.

Ríbóflavín (B2-vítamín)

Eins og þíamín tekur ríbóflavín þátt í efnahvörfum sem losa orku úr fitu, kolvetnum og próteinum, sérstaklega mjólkurvörum. Ríbóflavín verndar frumur gegn oxunarálagi og tekur einnig þátt í efnaskiptum B6 og B9-vítamíns (fólats) í líkamanum og stuðlar að eðlilegri upptöku járns.

Níasín (B3-vítamín)

Er mikilvægur þáttur í orkumyndun frumna og getur verið æðavíkkandi. B6-vítamín er nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku níasíns í líkamanum.

Pantóþensýra (B5-vítamín)

Dregur úr þreytu og kraftleysi og tekur þátt í myndun fitusýra, hormóna, taugaboðefna og hemóglóbíns (blóðrauða). Eitt umbrotsefna pantóþensýru getur hugsanlega lækkað kólesteról.

Pýridoxín (B6-vítamín)  

Gegnir mikilvægu hlutverki í orkuframleiðslu líkamans eins og önnur B-vítamín. Hjálpar til við að halda jafnvægi á hormónastarfsemi og eðlilegum efnaskiptum próteina og glýkógens. Einnig  mikilvægt fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Ríbóflavín (B2-vítamín) og sink eru nauðsynlegir hjálparþættir við upptöku pýridoxíns í líkamanum.

Bíótín (B7-vítamín)

Er nauðsynlegt fyrir myndun fitusýra og til að framleiða glúkósa úr öðrum næringarefnum en kolvetnum. Stuðlar að eðlilegu niðurbroti á helstu næringarefnum.

Fólat (B9-vítamín)  

Gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum og er nauðsynlegt fyrir efnaskipti kjarnsýra (DNA) og einstakra amínósýra. Stuðlar að eðlilegri blóðmyndun og gegnir einnig hlutverki í frumuskiptingarferlinu. Dregur úr þreytu og kraftleysi. C-vítamín og sink eru nauðsynlegir hjálparþættir við upptöku fólats í líkamanum.

Kóbalamín (B12-vítamín)

Er mikilvægt fyrir ónæmis- og taugakerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar einnig að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu. Skortur á kalsíum í líkamanum getur hindrað eðlilega upptöku kóbalamíns í líkamanum.

C-vítamín

Karnitín eða L-karnitín er amínósýra sem er mikilvæg til að breyta fitu í orku. Án fullnægjandi magns af C-vítamíni nær líkaminn ekki að nýta karnitín á fullnægandi hátt og þar með aukast líkur á þreytu og kraftleysi. C-vítamín er einnig mikilvægt fyrir orkuskipti líkamans og eykur upptöku járns. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins bæði á meðan á miklu líkamlegu álagi stendur sem og eftir á.

Magnesíum

Er mikilvægt steinefni sem er hjálparþáttur í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum og er okkur lífsnauðsynlegt. Stuðlar að eðlilegum orkuskiptum í líkamanum og dregur úr þreytu og kraftleysi. Magnesíum er einnig hjálparþáttur í efnaskiptum kolvetna og fitu og framleiðslu á DNA, RNA og öðrum próteinum. Gegnir mikilvægu hlutverki í taugaboðum, vöðvasamdráttum og í að viðhalda eðlilegum hjartslætti.

Joð

Er mikilvægt fyrir húð, taugakerfið og orkuskipti líkamans. Það stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna og hjálpar til við að viðhalda eðlilegri skjaldkirtilsstarfsemi.

Kopar

Stuðlar að eðlilegri nýtingu járns í líkamanum og orkuskiptum. Hann er mikilvægur fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegum bandvef og verndar frumur gegn oxunarálagi.

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir voru þróaðir með það að leiðarljósi að uppfylla allar daglegar þarfir líkamans á öllum 13 vítamínunum, níu steinefnum og omega-3 fitusýrum og með innihaldsefnum sem er vísindalega sannað að frásogast vel í líkamanum og í nægilegu magni. 

Með því að pakka öllum þessum næringarefnum í snjalla dagspakka sem eru fullkomnir í amstri dagsins og bjóða upp á mánaðaráskrift með heimsendingu vildum við gera það eins auðvelt og kostur er að fá þessi mikilvægu næringarefni á hverjum degi.

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir innihalda öll þau vítamín og steinefni sem fjallað er um í greininni hér að ofan og að auki inniheldur HealthPack A-vítamín og beta-karótín, D-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, kalsíum, sink, mólýbden, króm, selen, mangan og omega-3 fitusýrur.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Þeir sem taka lyf að staðaldri ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu fæðubótarefna.

Deildu þessari grein

Orkuvítamín og steinefni

Margir finna fyrir þreytu og sleni í amstri dagsins, meðal annars vegna lélegs mataræðis, lítillar hreyfingar, streitu – og ekki síst vegna vítamín og steinefnaskorts.

Ef mataræðið samanstendur aðallega af unnum matvælum sem innihalda mikið af mettaðri fitu, sykri, hveiti, hrísgrjónum, salti og þess háttar getur það leitt til lítillar orku og aukinnar þreytu. Einnig getur mikil kaffidrykkja haft áhrif á vítamín og steinefnaforða líkamans og þar með leitt til lítillar orku og aukinnar þreytu.

Vítamín og steinefni eru líkamanum nauðsynleg, ekki aðeins til að lifa af heldur einnig til að viðhalda góðri heilsu. Af öllum 13 vítamínum sem við þurfum til að virka sem best framleiðir líkaminn aðeins D-vítamín og níasín (B3-vítamín) sjálfur – önnur vítamín og steinefni verða að koma í gegnum mataræðið. Fyrir marga er það áskorun að fá ráðlagðan dagskammt vítamína og steinefna úr mat og þá getur verið þörf fyrir að taka vítamín og steinefni sem fæðubótarefni.

Orkuvítamínin eru:

 • Þíamín (B1-vítamín)
 • Ríbóflavín (B2-vítamín)
 • Níasín (B3-vítamín)
 • Pantóþensýra (B5-vítamín)
 • Pýridoxín (B6-vítamín)
 • Bíótín (B7-vítamín)
 • Fólat (B9-vítamín)
 • Kóbalamín (B12-vítamín)
 • C-vítamín

Orkusteinefnin eru:

 • Magnesíum
 • Joð
 • Kopar

Þíamín (B1-vítamín)

Gegnir mikilvægu hlutverki í orkuframleiðslu líkamans. Það örvar blóðrásina og tekur þátt í efnaskiptum kolvetna og er einnig mikilvægt fyrir meltingu próteina og fitu. Þíamíntvífosfat (TDP) er hið virka form þíamíns og er magnesíum nauðsynlegur hjálparþáttur til að umbreyta þíamíni í þíamíntvífosfat í líkamanum.

Ríbóflavín (B2-vítamín)

Eins og þíamín tekur ríbóflavín þátt í efnahvörfum sem losa orku úr fitu, kolvetnum og próteinum, sérstaklega mjólkurvörum. Ríbóflavín verndar frumur gegn oxunarálagi og tekur einnig þátt í efnaskiptum B6 og B9-vítamíns (fólats) í líkamanum og stuðlar að eðlilegri upptöku járns.

Níasín (B3-vítamín)

Er mikilvægur þáttur í orkumyndun frumna og getur verið æðavíkkandi. B6-vítamín er nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku níasíns í líkamanum.

Pantóþensýra (B5-vítamín)

Dregur úr þreytu og kraftleysi og tekur þátt í myndun fitusýra, hormóna, taugaboðefna og hemóglóbíns (blóðrauða). Eitt umbrotsefna pantóþensýru getur hugsanlega lækkað kólesteról.

Pýridoxín (B6-vítamín)  

Gegnir mikilvægu hlutverki í orkuframleiðslu líkamans eins og önnur B-vítamín. Hjálpar til við að halda jafnvægi á hormónastarfsemi og eðlilegum efnaskiptum próteina og glýkógens. Einnig  mikilvægt fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Ríbóflavín (B2-vítamín) og sink eru nauðsynlegir hjálparþættir við upptöku pýridoxíns í líkamanum.

Bíótín (B7-vítamín)

Er nauðsynlegt fyrir myndun fitusýra og til að framleiða glúkósa úr öðrum næringarefnum en kolvetnum. Stuðlar að eðlilegu niðurbroti á helstu næringarefnum.

Fólat (B9-vítamín)  

Gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum og er nauðsynlegt fyrir efnaskipti kjarnsýra (DNA) og einstakra amínósýra. Stuðlar að eðlilegri blóðmyndun og gegnir einnig hlutverki í frumuskiptingarferlinu. Dregur úr þreytu og kraftleysi. C-vítamín og sink eru nauðsynlegir hjálparþættir við upptöku fólats í líkamanum.

Kóbalamín (B12-vítamín)

Er mikilvægt fyrir ónæmis- og taugakerfið. Dregur úr þreytu og kraftleysi og stuðlar einnig að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna og gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu. Skortur á kalsíum í líkamanum getur hindrað eðlilega upptöku kóbalamíns í líkamanum.

C-vítamín

Karnitín eða L-karnitín er amínósýra sem er mikilvæg til að breyta fitu í orku. Án fullnægjandi magns af C-vítamíni nær líkaminn ekki að nýta karnitín á fullnægandi hátt og þar með aukast líkur á þreytu og kraftleysi. C-vítamín er einnig mikilvægt fyrir orkuskipti líkamans og eykur upptöku járns. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins bæði á meðan á miklu líkamlegu álagi stendur sem og eftir á.

Magnesíum

Er mikilvægt steinefni sem er hjálparþáttur í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum og er okkur lífsnauðsynlegt. Stuðlar að eðlilegum orkuskiptum í líkamanum og dregur úr þreytu og kraftleysi. Magnesíum er einnig hjálparþáttur í efnaskiptum kolvetna og fitu og framleiðslu á DNA, RNA og öðrum próteinum. Gegnir mikilvægu hlutverki í taugaboðum, vöðvasamdráttum og í að viðhalda eðlilegum hjartslætti.

Joð

Er mikilvægt fyrir húð, taugakerfið og orkuskipti líkamans. Það stuðlar að eðlilegri framleiðslu skjaldkirtilshormóna og hjálpar til við að viðhalda eðlilegri skjaldkirtilsstarfsemi.

Kopar

Stuðlar að eðlilegri nýtingu járns í líkamanum og orkuskiptum. Hann er mikilvægur fyrir tauga- og ónæmiskerfið. Hjálpar einnig til við að viðhalda eðlilegum bandvef og verndar frumur gegn oxunarálagi.

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir voru þróaðir með það að leiðarljósi að uppfylla allar daglegar þarfir líkamans á öllum 13 vítamínunum, níu steinefnum og omega-3 fitusýrum og með innihaldsefnum sem er vísindalega sannað að frásogast vel í líkamanum og í nægilegu magni.  Með því að pakka öllum þessum næringarefnum í snjalla dagspakka sem eru fullkomnir í amstri dagsins og bjóða upp á mánaðaráskrift með heimsendingu vildum við gera það eins auðvelt og kostur er að fá þessi mikilvægu næringarefni á hverjum degi.

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir innihalda öll þau vítamín og steinefni sem fjallað er um í greininni hér að ofan og að auki inniheldur HealthPack A-vítamín og beta-karótín, D-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, kalsíum, sink, mólýbden, króm, selen, mangan og omega-3 fitusýrur.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Þeir sem taka lyf að staðaldri ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu fæðubótarefna.

Deildu þessari grein

Aðrar áhugaverðar greinar

Panta HealthPack

MiniPack

Frá kr 6.299

MiniPack er fullkominn fyrir þig sem vilt sveigjanleika í inntöku vítamína í amstri dagsins! Þú getur annað hvort tekið einn skammt á dag eða einn snemma morguns og einn skammt síðdegis til að fá auka vítamín-boost.

Alltaf frí heimsending!

DayPack

Frá kr 8.999

DayPack hentar fullkomlega fyrir þig sem vilt tryggja að þú fáir alltaf nóg af öllum þeim vítamínum, steinefnum og omega 3 fitusýrum sem líkami þinn þarfnast til að virka sem best á hverjum degi – óháð mataræði og lífsstíl.

Alltaf frí heimsending!