Vítamín og steinefni sem styrkja ónæmiskerfið

Vítamín og steinefni sem styrkja ónæmiskerfið mynd af konu

Ónæmiskerfið er varnarkerfi líkamans og er það bæði flókið og heillandi. Meginhlutverk þess er að vernda líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum. Ónæmiskerfið er í raun ekki eitt ákveðið kerfi heldur byggist það á samspili mismunandi vefja, líffærakerfa og sérhæfðra fruma.

Týmusinn

Hóstarkirtill eða týmus tilheyrir ónæmiskerfi líkamans. Týmusinn er bleikgráleitt, tvíblaða líffæri úr eitil- og þekjuvef og er hann rétt fyrir neðan skjaldkirtilinn og fyrir ofan hjartað.

Meginhlutverk hóstarkirtilsins er að þroska óþroskaðar T-frumur sem myndast í beinmergnum í ónæmisfrumur eða hvít blóðkorn, sem kallast T frumur. T-frumur leika lykilhlutverk í viðbrögðum ónæmiskerfisins. Þær frumur geta fundið ógnir í líkama okkar með sérstökum nemum sem T-fruman hefur á yfirborði sínu. Þegar við eldumst minnkar fjöldi þessara ónæmisfruma í líkamanum.

Andoxunarefni

Týmusinn nær hámarksstærð á unglingsárunum. Þegar við eldumst hrörnar hann smám saman og er að mestu horfinn á efri árum. Ástæðan fyrir þessari hrörnun er að týmusinn er mjög næmur fyrir sindurefnum (e. free radicals) og oxunarskaða af völdum streitu, geislunar, sýkingar og langvarandi veikinda.

Þau næringarefni sem hafa andoxunareiginleika og vernda týmusinn fyrir sindurefnum eru meðal annars karótín (beta-karótín), C-vítamín, E-vítamín, kopar, sink og selen. Nánar er fjallað um þessi næringarefni og önnur næringarefni sem styrkja ónæmiskerfið neðar í greininni.

Hugarástand

Hugarástand eða tilfinningalegt ástand okkar hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið og hafa rannsóknir sýnt fram á að jákvætt hugarástand og hlátur styrkir ónæmiskerfið. Að sama skapi hafa rannsóknir sýnt fram á að neikvætt hugarástand og þunglyndi veikir ónæmiskerfið.

Streita

Hefur raunveruleg áhrif á heilsu okkar með því að bæla ónæmiskerfið. Þetta er vegna þess að þegar við erum stressuð sleppum við kortisóli í blóðrásina. Kortisól er oft kallað stresshormón því framleiðsla þess eykst við álag. Það stjórnar mikilvægum ferlum líkamans, eins og efnaskiptum og ónæmissvörun. Kortisól hefur áhrif á efnaskipti í líkamanum á þann hátt að orka sem nota má til áreynslu eykst. Það eykur blóðsykur með glúkósamyndun (myndun glúkósa úr efnum sem ekki eru kolvetni), bælir ónæmiskerfið og veldur niðurbroti á próteini og fitu til að framleiða glúkósa.

Svefn

Góður svefn er nauðsynlegur til að minnka magn kortisóls í líkamanum ásamt því að gefa líkamanum tækifæri á endurhlaða sig. Svefninn hjálpar ónæmiskerfinu við að vinna á sýkingum og takast á við ýmiskonar veikindi. Rannsóknir hafa sýnt að svefnskortur hefur áhrif á líkamsstarfsemina og svefnleysi skerðir ónæmiskerfi líkamans og það getur aukið hættu á sjúkdómum. Svefnþörf getur verið mismunandi en mælt er með að fullorðnir sofi sjö til níu tíma á nóttu.

Mataræði

Til er fjöldi rannsókna sem sýnir fram á það hvernig mataræðið hefur áhrif á heilsuna okkar og þar með ónæmiskerfið. Til að halda ónæmiskerfinu vel starfandi þarf líkaminn á góðri næringu að halda.

Góð og næringarrík matvæli eru til dæmis:

  • grænmeti
  • ávextir
  • ber
  • hnetur
  • fræ
  • heilkornavörur
  • baunir og linsur
  • feitur og magur fiskur
  • olíur
  • fituminni mjólkurvörur
  • kjöt
  • vatn til drykkjar

Lélegt mataræði og vannæring eru að sama skapi slæm fyrir ónæmiskerfið og rannsóknir hafa sýnt að vannærður einstaklingur hefur skert ónæmiskerfi og er því næmari fyrir ýmsum smitsjúkdómum.

Takmarka ber neyslu á til dæmis:

  • unnum kjötvörum
  • sykri
  • mettaðri fitu
  • salti
  • gosdrykkjum
  • skyndibita
  • matvælum sem innihalda MSG og aspartam
  • kaffi
  • áfengi

Truflanir á ónæmiskerfinu geta valdið sjálfsofnæmissjúkdómum, bólgusjúkdómum og krabbameini.

Til dæmis hefur lítið magn af D-vítamíni í líkamanum verið tengt við sjálfsofnæmissjúkdóma eins og iktsýki og liðagigt. Omega-3 fitusýrur eru í auknum mæli taldar geta gagnast ónæmiskerfinu. Þessar fitusýrur hafa bólgueyðandi eiginleika og styðja því ónæmiskerfið okkar.

Fjölmargar rannsóknir sýna að gott fjölvítamín sem einnig inniheldur steinefni styrkir ónæmiskerfið hjá öldruðum einstaklingum (hvort sem þeir þjást af næringarskorti eða ekki).

Vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur

A-vítamín

Gegnir mikilvægu hlutverki við að viðhalda heilbrigði húðarinnar og slímhúð í öndunarfærum og meltingarvegi sem eru fyrstu varnarkerfi líkamanns gegn sýklum. A-vítamín hefur einnig bólgueyðandi eiginleika og styður þannig ónæmiskerfið.

Sink eru nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku A-vítamíns og einnig er E-vítamín nauðsynlegt til að koma í veg fyrir oxun A-vítamíns í líkamanum.

Karótín (beta-karótín)

Býr yfir ýmsum ónæmisstyrkjandi eiginleikum. Það breytist eftir þörfum líkamans í A-vítamín en það sem það hefur umfram A-vítamín er að það býr yfir andoxunareiginleikum. Þar sem týmusinn er mjög næmur fyrir sindurefnum og oxunarskaða styrkir beta-karótín ónæmiskerfið á annan hátt en A-vítamín (retínól) með því að vernda týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

C-vítamín (askorbínsýra)

Gegnir mikilvægu hlutverki í náttúrulegri styrkingu ónæmiskerfisins. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að C-vítamín sé veirueyðandi og bakteríudrepandi, þá eru aðaláhrif þess bætt viðnám líkamanns gegn sýkingum.

Rannsóknir hafa sýnt að aukin inntaka á C-vítamíni getur stytt meðgöngutíma hins almenna kvefs.

C-vítamín er einnig kröftugt andoxunarefni sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

D-vítamín

Nýlegar klínískar rannsóknir renna enn frekari stoðum undir það að D-vítamín hafi stórt hlutverk í viðhaldi og jafnvægi ónæmiskerfisins. Lág gildi D-vítamíns í blóði virðast tengjast auknum öndunarfærasjúkdómum, sem bendir til að vítamínið skipti miklu til að styrkja ónæmiskerfið.

Vísbendingar eru einnig um að líkaminn eigi erfiðara með að glíma við hvers kyns veirusýkingar sé D-vítamínskortur fyrir hendi.

Líkaminn fær D-vítamín á tvennan hátt, í gegnum fæðu annars vegar og hins vegar í gegnum húðina frá sólarljósinu.

E-vítamín

Eykur bæði mótefnamyndun og frumubundið ónæmi. E-vítamín er einnig kröftugt andoxunarefni sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

Pýridoxín (B6-vítamín)

Er mikilvægt til að viðhalda jafnvægi hormóna og stjórna virkni ónæmiskerfisins. Skortur á B6-vítamíni getur leitt til minni framleiðslu mótefna sem líkaminn þarf til að berjast gegn sýkingum og einnig getur skortur dregið úr framleiðslu líkamans á hvítum blóðkornum, þar með talið T-frumum. Þessar frumur stjórna ónæmisstarfsemi og hjálpa því að bregðast við á viðeigandi hátt.

Að auki getur B6-vítamín skortur dregið úr virkni hóstarkirtilsins.

Ríbóflavín (B2-vítamín) og sink eru nauðsynlegir hjálparþættir við upptöku pýridoxíns í líkamanum.

Fólat (B9-vítamín) og kóbalamín (B12-vítamín)  

Skortur á B9-vítamíni og B12-vítamíni getur leitt til minni framleiðslu líkamans á hvítum blóðkornum og haft áhrif á virkni þeirra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að B9-vítamínskortur rýrir týmusinn og skerðir virkni hvítra blóðkorna.

Önnur B-vítamín

Skortur á þíamíni (B1-vítamín), ríbóflavíni (B2-vítamín) og pantóþensýru (B5-vítamín) getur leitt til minni mótefnasvörun líkamans, skert virkni hvítra blóðkorna og leitt til rýrnunar á týmusnum og eitlavef.

Kopar

Hefur andoxunareiginleika sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

Sink

Sumar rannsóknir hafa sýnt að sink gegnir mikilvægu hlutverki í mörgum viðbrögðum ónæmiskerfisins. Það er nauðsynleg til að viðhalda eðlilegri virkni hvítra blóðkorna. Sink hefur einnig andoxunareiginleika sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða. Sínk og A-vítamín vinna saman og ef líkamann skortir sink geta einkenni A-vítamínskorts komið fram, jafnvel þótt A-vítamín sé tekið sem fæðubótarefni.

Sink er nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku A-vítamíns eins og áður kom fram og á nauðsynlegum fitusýrum eins og omega-3 í líkamanum.

Selen

Verndar ónæmiskerfið með því að koma í veg fyrir myndun sindurefna sem vinna skemmdir á týmusnum og á frumum líkamans. Selen er lífsnauðsynlegt snefilefni sem er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri virkni tveggja mikilvægra ensíma glutathione peroxidase og thioredoxinreductase. Þessi ensím virka sem öflug andoxunarefni í líkama okkar og koma í veg fyrir myndun sindurefna sem vinna skemmdir á týmusnum og á frumum líkamans.

Selen tekur einnig þátt í framleiðslu ónæmis T-frumna, sem eru nauðsynlegar til að eyða frumum sem hafa smitast af vírusum eða bakteríum.

Pýridoxal-5′-fosfat sem er hið virka form B6-vítamíns er nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku á selen.

Omega-3 fitusýrur

Eru í auknum mæli taldar geta gagnast ónæmiskerfinu. Þessar fitusýrur hafa bólgueyðandi eiginleika og styðja því ónæmiskerfið okkar.

LYKILATRIÐI

  • Ónæmiskerfið verndar líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum.
  • Hugarástand og tilfinningalegt ástand hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið.
  • Streita bælir ónæmiskerfið.
  • Lélegt mataræði bælir ónæmiskerfið.
  • Svefnleysi skerðir ónæmiskerfi líkamans.
  • Næringarefni sem styrkja ónæmiskerfið eru meðal annars A-vítamín og beta- karótín, B1-vítamín, B2-vítamín, B5-vítamín, B6-vítamín, B9-vítamín og B12-vítamín, C-vítamín, D-vítamín, E-vítamín, kopar, sink, selen og omega-3 fitusýrur.
HealthPack fjölvítamín dagsskammtur

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir voru þróaðir með það að leiðarljósi að uppfylla allar daglegar þarfir líkamans á öllum 13 vítamínunum, níu steinefnum og omega-3 fitusýrum og með innihaldsefnum sem er vísindalega sannað að frásogast vel í líkamanum og í nægilegu magni.

Með því að pakka öllum þessum næringarefnum í snjalla dagspakka sem eru fullkomnir í amstri dagsins og bjóða upp á mánaðaráskrift með heimsendingu vildum við gera það eins auðvelt og kostur er að fá þessi mikilvægu næringarefni á hverjum degi.

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir innihalda öll þau vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur sem fjallað er um í greininni hér að ofan og að auki inniheldur HealthPack níasín (B3-vítamín), bíótín (B7-vítamín), K-vítamín, magnesíum, kalsíum, joð, mólýbden, króm og mangan.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Þeir sem taka lyf að staðaldri ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu fæðubótarefna.

Deildu þessari grein

Áhugaverðar greinar

Vítamín og steinefni sem styrkja ónæmiskerfið

Vítamín og steinefni sem styrkja ónæmiskerfið mynd af konu

Ónæmiskerfið er varnarkerfi líkamans og er það bæði flókið og heillandi. Meginhlutverk þess er að vernda líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum. Ónæmiskerfið er í raun ekki eitt ákveðið kerfi heldur byggist það á samspili mismunandi vefja, líffærakerfa og sérhæfðra fruma.

Týmusinn

Hóstarkirtill eða týmus tilheyrir ónæmiskerfi líkamans. Týmusinn er bleikgráleitt, tvíblaða líffæri úr eitil- og þekjuvef og er hann rétt fyrir neðan skjaldkirtilinn og fyrir ofan hjartað.

Meginhlutverk hóstarkirtilsins er að þroska óþroskaðar T-frumur sem myndast í beinmergnum í ónæmisfrumur eða hvít blóðkorn, sem kallast T frumur. T-frumur leika lykilhlutverk í viðbrögðum ónæmiskerfisins. Þær frumur geta fundið ógnir í líkama okkar með sérstökum nemum sem T-fruman hefur á yfirborði sínu. Þegar við eldumst minnkar fjöldi þessara ónæmisfruma í líkamanum.

Andoxunarefni

Týmusinn nær hámarksstærð á unglingsárunum. Þegar við eldumst hrörnar hann smám saman og er að mestu horfinn á efri árum. Ástæðan fyrir þessari hrörnun er að týmusinn er mjög næmur fyrir sindurefnum (e. free radicals) og oxunarskaða af völdum streitu, geislunar, sýkingar og langvarandi veikinda.

Þau næringarefni sem hafa andoxunareiginleika og vernda týmusinn fyrir sindurefnum eru meðal annars karótín (beta-karótín), C-vítamín, E-vítamín, kopar, sink og selen. Nánar er fjallað um þessi næringarefni og önnur næringarefni sem styrkja ónæmiskerfið neðar í greininni.

Hugarástand

Hugarástand eða tilfinningalegt ástand okkar hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið og hafa rannsóknir sýnt fram á að jákvætt hugarástand og hlátur styrkir ónæmiskerfið. Að sama skapi hafa rannsóknir sýnt fram á að neikvætt hugarástand og þunglyndi veikir ónæmiskerfið.

Streita

Hefur raunveruleg áhrif á heilsu okkar með því að bæla ónæmiskerfið. Þetta er vegna þess að þegar við erum stressuð sleppum við kortisóli í blóðrásina. Kortisól er oft kallað stresshormón því framleiðsla þess eykst við álag. Það stjórnar mikilvægum ferlum líkamans, eins og efnaskiptum og ónæmissvörun. Kortisól hefur áhrif á efnaskipti í líkamanum á þann hátt að orka sem nota má til áreynslu eykst. Það eykur blóðsykur með glúkósamyndun (myndun glúkósa úr efnum sem ekki eru kolvetni), bælir ónæmiskerfið og veldur niðurbroti á próteini og fitu til að framleiða glúkósa.

Svefn

Góður svefn er nauðsynlegur til að minnka magn kortisóls í líkamanum ásamt því að gefa líkamanum tækifæri á endurhlaða sig. Svefninn hjálpar ónæmiskerfinu við að vinna á sýkingum og takast á við ýmiskonar veikindi. Rannsóknir hafa sýnt að svefnskortur hefur áhrif á líkamsstarfsemina og svefnleysi skerðir ónæmiskerfi líkamans og það getur aukið hættu á sjúkdómum. Svefnþörf getur verið mismunandi en mælt er með að fullorðnir sofi sjö til níu tíma á nóttu.

Mataræði

Til er fjöldi rannsókna sem sýnir fram á það hvernig mataræðið hefur áhrif á heilsuna okkar og þar með ónæmiskerfið. Til að halda ónæmiskerfinu vel starfandi þarf líkaminn á góðri næringu að halda.

Góð og næringarrík matvæli eru til dæmis:

  • grænmeti
  • ávextir
  • ber
  • hnetur
  • fræ
  • heilkornavörur
  • baunir og linsur
  • feitur og magur fiskur
  • olíur
  • fituminni mjólkurvörur
  • kjöt
  • vatn til drykkjar

Lélegt mataræði og vannæring eru að sama skapi slæm fyrir ónæmiskerfið og rannsóknir hafa sýnt að vannærður einstaklingur hefur skert ónæmiskerfi og er því næmari fyrir ýmsum smitsjúkdómum.

Takmarka ber neyslu á til dæmis:

  • unnum kjötvörum
  • sykri
  • mettaðri fitu
  • salti
  • gosdrykkjum
  • skyndibita
  • matvælum sem innihalda MSG og aspartam
  • kaffi
  • áfengi

Truflanir á ónæmiskerfinu geta valdið sjálfsofnæmissjúkdómum, bólgusjúkdómum og krabbameini.

Til dæmis hefur lítið magn af D-vítamíni í líkamanum verið tengt við sjálfsofnæmissjúkdóma eins og iktsýki og liðagigt. Omega-3 fitusýrur eru í auknum mæli taldar geta gagnast ónæmiskerfinu. Þessar fitusýrur hafa bólgueyðandi eiginleika og styðja því ónæmiskerfið okkar.

Fjölmargar rannsóknir sýna að gott fjölvítamín sem einnig inniheldur steinefni styrkir ónæmiskerfið hjá öldruðum einstaklingum (hvort sem þeir þjást af næringarskorti eða ekki).

Vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur

A-vítamín

Gegnir mikilvægu hlutverki við að viðhalda heilbrigði húðarinnar og slímhúð í öndunarfærum og meltingarvegi sem eru fyrstu varnarkerfi líkamanns gegn sýklum. A-vítamín hefur einnig bólgueyðandi eiginleika og styður þannig ónæmiskerfið.

Sink eru nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku A-vítamíns og einnig er E-vítamín nauðsynlegt til að koma í veg fyrir oxun A-vítamíns í líkamanum.

Karótín (beta-karótín)

Býr yfir ýmsum ónæmisstyrkjandi eiginleikum. Það breytist eftir þörfum líkamans í A-vítamín en það sem það hefur umfram A-vítamín er að það býr yfir andoxunareiginleikum. Þar sem týmusinn er mjög næmur fyrir sindurefnum og oxunarskaða styrkir beta-karótín ónæmiskerfið á annan hátt en A-vítamín (retínól) með því að vernda týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

C-vítamín (askorbínsýra) 

Gegnir mikilvægu hlutverki í náttúrulegri styrkingu ónæmiskerfisins. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að C-vítamín sé veirueyðandi og bakteríudrepandi, þá eru aðaláhrif þess bætt viðnám líkamanns gegn sýkingum.

Rannsóknir hafa sýnt að aukin inntaka á C-vítamíni getur stytt meðgöngutíma hins almenna kvefs.

C-vítamín er einnig kröftugt andoxunarefni sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

D-vítamín

Nýlegar klínískar rannsóknir renna enn frekari stoðum undir það að D-vítamín hafi stórt hlutverk í viðhaldi og jafnvægi ónæmiskerfisins. Lág gildi D-vítamíns í blóði virðast tengjast auknum öndunarfærasjúkdómum, sem bendir til að vítamínið skipti miklu til að styrkja ónæmiskerfið.

Vísbendingar eru einnig um að líkaminn eigi erfiðara með að glíma við hvers kyns veirusýkingar sé D-vítamínskortur fyrir hendi.

Líkaminn fær D-vítamín á tvennan hátt, í gegnum fæðu annars vegar og hins vegar í gegnum húðina frá sólarljósinu.

E-vítamín

Eykur bæði mótefnamyndun og frumubundið ónæmi. E-vítamín er einnig kröftugt andoxunarefni sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

Pýridoxín (B6-vítamín)

Er mikilvægt til að viðhalda jafnvægi hormóna og stjórna virkni ónæmiskerfisins. Skortur á B6-vítamíni getur leitt til minni framleiðslu mótefna sem líkaminn þarf til að berjast gegn sýkingum og einnig getur skortur dregið úr framleiðslu líkamans á hvítum blóðkornum, þar með talið T-frumum. Þessar frumur stjórna ónæmisstarfsemi og hjálpa því að bregðast við á viðeigandi hátt.

Að auki getur B6-vítamín skortur dregið úr virkni hóstarkirtilsins.

Ríbóflavín (B2-vítamín) og sink eru nauðsynlegir hjálparþættir við upptöku pýridoxíns í líkamanum.

Fólat (B9-vítamín) og kóbalamín (B12-vítamín)  

Skortur á B9-vítamíni og B12-vítamíni getur leitt til minni framleiðslu líkamans á hvítum blóðkornum og haft áhrif á virkni þeirra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að B9-vítamínskortur rýrir týmusinn og skerðir virkni hvítra blóðkorna.

Önnur B-vítamín

Skortur á þíamíni (B1-vítamín), ríbóflavíni (B2-vítamín) og pantóþensýru (B5-vítamín) getur leitt til minni mótefnasvörun líkamans, skert virkni hvítra blóðkorna og leitt til rýrnunar á týmusnum og eitlavef.

Kopar

Hefur andoxunareiginleika sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða.

Sink

Sumar rannsóknir hafa sýnt að sink gegnir mikilvægu hlutverki í mörgum viðbrögðum ónæmiskerfisins. Það er nauðsynleg til að viðhalda eðlilegri virkni hvítra blóðkorna. Sink hefur einnig andoxunareiginleika sem verndar týmusinn og frumur líkamans gegn oxunarskaða. Sínk og A-vítamín vinna saman og ef líkamann skortir sink geta einkenni A-vítamínskorts komið fram, jafnvel þótt A-vítamín sé tekið sem fæðubótarefni.

Sink er nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku A-vítamíns eins og áður kom fram og á nauðsynlegum fitusýrum eins og omega-3 í líkamanum.

Selen

Verndar ónæmiskerfið með því að koma í veg fyrir myndun sindurefna sem vinna skemmdir á týmusnum og á frumum líkamans. Selen er lífsnauðsynlegt snefilefni sem er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri virkni tveggja mikilvægra ensíma glutathione peroxidase og thioredoxinreductase. Þessi ensím virka sem öflug andoxunarefni í líkama okkar og koma í veg fyrir myndun sindurefna sem vinna skemmdir á týmusnum og á frumum líkamans.

Selen tekur einnig þátt í framleiðslu ónæmis T-frumna, sem eru nauðsynlegar til að eyða frumum sem hafa smitast af vírusum eða bakteríum.

Pýridoxal-5′-fosfat sem er hið virka form B6-vítamíns er nauðsynlegur hjálparþáttur við upptöku á selen.

Omega-3 fitusýrur

Eru í auknum mæli taldar geta gagnast ónæmiskerfinu. Þessar fitusýrur hafa bólgueyðandi eiginleika og styðja því ónæmiskerfið okkar.

LYKILATRIÐI

  • Ónæmiskerfið verndar líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum.
  • Hugarástand og tilfinningalegt ástand hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið.
  • Streita bælir ónæmiskerfið.
  • Lélegt mataræði bælir ónæmiskerfið.
  • Svefnleysi skerðir ónæmiskerfi líkamans.
  • Næringarefni sem styrkja ónæmiskerfið eru meðal annars A-vítamín og beta- karótín, B1-vítamín, B2-vítamín, B5-vítamín, B6-vítamín, B9-vítamín og B12-vítamín, C-vítamín, D-vítamín, E-vítamín, kopar, sink, selen og omega-3 fitusýrur.

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir voru þróaðir með það að leiðarljósi að uppfylla allar daglegar þarfir líkamans á öllum 13 vítamínunum, níu steinefnum og omega-3 fitusýrum og með innihaldsefnum sem er vísindalega sannað að frásogast vel í líkamanum og í nægilegu magni.  Með því að pakka öllum þessum næringarefnum í snjalla dagspakka sem eru fullkomnir í amstri dagsins og bjóða upp á mánaðaráskrift með heimsendingu vildum við gera það eins auðvelt og kostur er að fá þessi mikilvægu næringarefni á hverjum degi.

HealthPack fjölvítamín dagsskammtur

HealthPack fjölvítamín og omega-3 dagspakkanir innihalda öll þau vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur sem fjallað er um í greininni hér að ofan og að auki inniheldur HealthPack níasín (B3-vítamín), bíótín (B7-vítamín), K-vítamín, magnesíum, kalsíum, joð, mólýbden, króm og mangan.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um vítamín, steinefni og omega-3 fitusýrur. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Þeir sem taka lyf að staðaldri ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu fæðubótarefna.

Deildu þessari grein

Áhugaverðar greinar

Panta HealthPack

MiniPack

Frá kr 6.999

MiniPack er fullkominn fyrir þig sem vilt sveigjanleika í inntöku vítamína í amstri dagsins! Þú getur annað hvort tekið einn skammt á dag eða einn snemma morguns og einn skammt síðdegis til að fá auka vítamín-boost.

Alltaf frí heimsending!

DayPack

Frá kr 9.899

DayPack hentar fullkomlega fyrir þig sem vilt tryggja að þú fáir alltaf nóg af öllum þeim vítamínum, steinefnum og omega 3 fitusýrum sem líkami þinn þarfnast til að virka sem best á hverjum degi – óháð mataræði og lífsstíl.

Alltaf frí heimsending!